Úrvalsvísitalan  hefur lækkað svo til staðið í stað í dag og er 4.095 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Krónan hefur styrkst um 1,5% og er gengisvísitalan 158,5 stig.

Hlutabréf Teymis hafa hækkað mikið í dag eftir að félagið kynnti uppgjör sitt fyrir 2. ársfjórðung.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 835 milljónum króna.

Norska vísistalan OBX hefur hækkað um 2,8% það sem af er degi. Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,7% og sænska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.