Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,05% við hádegi og er 5.740,37 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 2,56%, Kaupþing banki hefur hækkað um 2,47%, Dagsbrún hefur hækkað um 1,90%, Glitnir hefur hækkað um 1,69% og FL Group hefur hækkað um 1,56%.

Kaupþing banki hefur selt 24% eignarhlut sinn í VÍS á 15,9 milljarða króna og bókfærir vegna þess 7 milljarða króna hagnað á öðrum ársfjórðungi, að sögn greiningardeild Glitnis. Þar sem að Exista eignast VÍS að fullu þá færast eignarhlutir VÍS í Kaupþingi banka og Bakkavör yfir til Exista. Exista hefur því flaggað eignarhlutum sínum í Kaupþingi banka úr 21,1% í 25,13% og í Bakkavör úr 24,49% í 26,02%.

?Þessar fréttir hafa fundið góðan hljómgrunn meðal fjárfesta sem endurspeglast í talsverðum hækkunum á hlutabréfamarkaði í dag. Icex-15 hefur hækkað um 1,3% það sem af er degi og frá áramótum mælist hækkunin 4%. Mest hafa bréf í Kaupþingi banka og Glitni banka hækkað í morgun (2,3%) en öll stærstu félögin í Kauphöllinni hafa þess utan hækkað um 0,5-1,6%," segir greiningardeild Glitnis.

Avion Group hefur lækkað um 1,08% og Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,58%.

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,02% og er gengisvísitalan krónunnar 127,21 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.