Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,24% og er 5.662,49 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 6,49% það sem af er degi en Blátjörn - félag í eigu Sunds (49%), Hersis-ráðgjöf og þjónusta (2%), Novators (24,5%) og Hansa (24,5%) en tvö síðar nefndu félögin eru undir stjórn Björgólfs Thors - tilkynnti þann 26. maí að það hafi keypt 32,92% hlut í Tryggingamiðstöðinni.

Glitnir hefur hækkað um 1,73%, Flaga Group hefur hækkað um 1,25%, Dagsbrún hefur hækkað um 1,22% og Marel hefur hækkað um 0,87%.

Þá hefur Kaupþing banki lækkað um 0,78%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,45% og Actavis hefur lækkað um 0,30%.

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,16% og er gengisvísitala hennar 127,69 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.