Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,14% og er 7.321 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 1.603 milljón króna.

Össur hefur hækkað um 2,13%, Marel hefur hækkað um 1,34%, Atorka Group hefur hækkað um 1,15%, Eimskip hefur hækkað um 0,89% og Glitnir hefur hækkað um 0,76%.

Actavis hefur lækkað um 0,72%, Teymi hefur lækkað um 0,35%, Kaupþing hefur lækkað um 0,3% og Bakavör Group hefur lækkað um 0,15%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,41% og er 119,5 stig.