Áætlað er loðnuverðtíðin sem nú er að renna sitt skeið skili tæplega 12 milljarða útflutningsverðmæti. Þetta er talsverður samdráttur á milil ára en síðasta loðnuvertíð skilaði tæplega 34 milljarða króna útflutningsverðmæti.

Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, segir í samtali við Fiskifréttir sem komu út með Viðskiptablaðinu í dag, að áætlað sé að frystar loðnuafurðir muni skila rúmum 8,3 milljörðum króna sem skiptist nokkurn veginn jafnt milli frystrar loðnu og loðnuhrogna. Þá muni mjöl og lýsi skila um 3,3 milljörðum.

Nánar má lesa um málið í Fiskifréttum. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .