Afnám tolla er þegar að skila sér til neytenda að mati Viðskiptaráðs Íslands . Ráðið bendir á að nokkrar fataverslanir hafi þegar lækkað vöruverð til samræmis við afnám tolla á fatnað við næstu áramót.

Viðskiptaráð segir að þetta sé í samræmi við verðþróun í undanfara afnám vörugjalda á raftækjum fyrir síðustu áramót. Margar verslanir lækkuðu þá verð áður en vörugjöld afnumin og ábati neytenda skilaði sér því til neytenda fyrir áramót.

© vb.is (vb.is)

Ráðið segir að æskilegt sé að sem stystur tími líði milli tilkynningar um lækkun neysluskatta og gildistöku slíkrar lækkunar, en með of löngum tíma geti skapast staða þar sem neytendur bíða með kaup á viðkomandi vörum. Stjórnvöld hafa boðað frekara afnám tolla um áramótin 2016/2017 en Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að flýta gildistöku þess áfnáms.