Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis hyggst á þessu ári fjárfesta fyrir um 250 milljónir í tækjabúnaði fyrir lyfjaþróun hér á landi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem segir að fyrirtækið hafi komið með einn milljarð króna til landsins í desember í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankanans.

Utan tækjakaupa eigi fyrst og fremst að nýta fjármagnið til endurfjármögnunar á láni vegna stækkunar lyfjaverksmiðju fyirtækisins. Stækkun verksmiðjunnarinnar lauk í upphafi árs 2011 og nam kostnaður við hana 1,2 milljörðum króna.