Actavis á nú í viðræðum við íslensk heilbrigðisyfirvöld um að flytja hluta framleiðslu sinnar úr landi, að því er fréttastofa RÚV greindi frá í gærkvöld. Þar kom fram að um væri að ræða þann hluta starfseminnar sem framleiðir samheitalyf fyrir íslenskan lyfjamarkað. Tilgangurinn er að ná fram hagræðingu svo að hægt sé að lækka lyfjaverð til íslenskra neytenda lyfja.

Forsaga málsins er sú að heilbrigðisyfirvöld gerðu fyrr á árinu athugasemdir við verðlagningu Actavis á samheitalyfjum fyrir íslenskan markað. Verðkannanir sem framkvæmdar voru sýndu að lyfjaverð var allt að tíu sinnum hærri en í til dæmis Danmörku. Heilbrigðisyfirvöld gerðu í kjölfar þess athugasemdir og loks gerðu yfirvöld samkomulag við Actavis um lækkun lyfjaverðs.

Síðan þá hefur Actavis hagrætt í verksmiðjunni sinni í Hafnarfirði sem framleiðir samheitalyf fyrir íslenska markaðinn og meðal annars sagt upp fjölda starfsfólks. Forráðamenn Actavis leita nú leiða til að hagræða enn frekar til að ná lyfjaverðinu niður.