Í dag hefst aðalmeðferð í máli Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur við Héraðsdóm Reykjavíkur en þau eru bæði ákærð fyrir umboðssvik. Þeim er gert að hafa stefnt fé bankans í hættu en málið snýst um ábyrgðir sem þau skrifuðu undir þegar þau störfuðu fyrir bankann. Þau heimiluðu að Landsbanki Íslands gengist í ábyrgð fyrir aflandsfélag sem var í eigu bankans. Sigurjón var þá bankastjóri bankans og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Í febrúar var málið þingfest og þá neituðu þau bæði sök.