Tölvuárásir á notendur Twitter sýna að tölvuþrjótar beita sífellt þróaðri og flóknari aðferðum en áður, ekki síst gegn fyrirtækjum. Tölvuveiran sem heitir TorRAT hefur m.a. valdið usla meðal Twitter-notenda í Hollandi, en hún kemst yfir aðgangs notenda Twitter í gegnum sýkt tæki og sendir út skilaboð frá notendum sem getur haft áhrif á hvers konar markaði.

Fjallað verður um málið og öryggi í netheimum á ráðstefnu Nýherja og IBM á miðvikudag í þessari viku. Þar munu öryggissérfræðingar frá IBM og SecureDevice fjalla um öryggismál upplýsingakerfa, allt frá eftirliti yfir í fyrirbyggjandi öryggisráðstafanir og lausnir sem stöðva ógnir á netinu, hvort heldur þær birtast í snjalltækjum, fartölvum eða tölvukerfum fyrirtækja.

Nánar um ráðstefnuna