Seðlabanki Evrópu réðist fyrir stuttu í umdeildar aðgerðir og hóf kaup á fyrirtækjaskuldabréfum. Markmiðið var að ýta undir lántöku fyrirtækja og auka þar með fjárfestingu í hagkerfinu. Bankinn byrjaði að kaupa fyrirtækjaskuldabréf í byrjun júní og hefur síðan þá keypt bréf fyrir 13,2 milljarða evra.

Hingað til hefur bankinn keypt bréf sem eru með einkunnir á bilinu BBB- til AA. Flest bréf eru með einkunnina BBB+. Skuldabréfin eru gefin út af ýmsum evrópskum fyrirtækjum, en þar á meðal eru félög á borð við Danone, Glencore, Telecom Italia og Deutsche Lufthansa.

Mario Draghi virðist vera ánægður með aðgerðirnar, því úttekt bankans sýnir að markaðurinn sé að taka vel í inngripin.