*

laugardagur, 15. maí 2021
Innlent 9. apríl 2021 12:22

Aðlöguð dánartíðni lægst á Íslandi

Aldursleiðrétt umfram dánartíðni var 6,2% lægri á Íslandi árið 2020 heldur en meðaltal áranna 2015-2019.

Ritstjórn
Aldursleiðrétta umfram dánartíðnin meðal Evrópuríkja árið 2020 var hæst í Póllandi
epa

Ísland var með lægstu „aldursleiðréttu umfram dánartíðni“ (e. cumulative age-standardized mortality rate, rcASMRs) í Evrópu árið 2020, samkvæmt útreikningum tölfræðistofnunar Bretlands.

Útreikningarnir byggja ekki eingöngu á samanburði dánartíðninnar milli ára heldur er einnig tekið með inn í reikninginn hvernig samsetning íbúa breyttist á samanburðarárunum 2015-2019 og árið 2020. Með þessu er samræmt samsetningu íbúa meðal Evrópuríkja með tilliti til aldurs og kynja, að því er kemur fram í frétt sænsku fréttaveitunnar Omni

Núllgildi á rcASMR skalanum gefur til kynna að aldursleiðrétta umfram dánartíðnin hefur verið jöfn meðaltals dánartíðninni á samanburðarárunum. Ísland er með -6,2 rcASMR gildi sem sem þýðir að árlega breytingin á aldursleiðréttu umfram dánartíðninni var 6,2% lægri árið 2020 heldur en fimm ára meðaltalið á árin 2015-2019.

Efst á listanum er Pólland og Spánn með rcASMR gildi yfir tíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru með neikvætt gildi nema Svíþjóð sem er með 1,7 sem þýðir að aldursleirðétt umfram dánartíðni Svía hefur jókst um 1,7% árið 2020 samanvorið við fimm ára meðaltal áranna þar áður.