Netuppboðsfyrirtækið eBay hefur tekið ákvörðun um að stokka upp fyrirtækinu verulega á næstunni, meðal annars með því að aðskilja greiðsluþjónustuna PayPal frá fyrirtækinu. Kemur þetta fram í frétt frá Financial Times um málið.

Ebay eignaðist PayPal árið 2002 en í fjárfestakynningu sem fyrirtækið hélt í dag kom fram að það sjái fyrir sér að vaxtarmöguleikar beggja fyrirtækja verði umtalsvert meiri verði þau aðskilin.

Í kjölfar fréttarinnar hefur verð hlutabréfa fyrirtækisins hækkað um ellefu prósent en forstjóri eBay, Jon Donahue, mun láta af störfum í kjölfar uppskiptingar félaganna.