Fjöldi hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu mun aukast um 50% á næstu árum samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Á næstu þremur til fjórum árum munu níu ný hótel rísa og þrjú til viðbótar verða stækkuð. Flest hótelin opna á næsta ári.

Áætlaður kostnaður við byggingu þessara hótela er um 45 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ef spár um fjölgun ferðamanna standist sé þetta jákvæð þróun.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .