Rússar ætla ekki að draga úr framleiðslu á olíu, þrátt fyrir miklar lækkanir á heimsmarkaðsverði. Þetta sagði orkumálaráðherran Alexander Novak við rússneska fjölmiðla. Hann vildi þó ekki útiloka að yfirvöld myndu gríða til aðgerða ef verðið heldur áfram að lækka.

Rússar hittu Sádí-Arabísk yfirvöld í Doha í April, þar sem þeir fóru yfir framleiðslumál og stöðugleika á olíumörkuðum. Búist var við að þjóðirnar myndu koma að einhverskonar framleiðslusamkomulagi. Fallið var frá því að semja, þar sem Sádí-Arabar vildu fá Íran til þess að draga saman seglin og taka þátt í að minnka framleiðslu.