Norskur blaðamaður, sem hefur fylgst með Umami túnfiskeldisfyrirtækinu, sem er með stöðvar í Mexikó og Króatíu og höfuðstððvar í San Diego í Kaliforniu, segir að engar upplýsingar fáist um reksturinn. Lykilstjórnendur hafi hætt undanfarið, þar á meðal Óli Valur Steindórsson, sem áður var aðaleigandi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins. Það gerðist um síðustu áramót og fjórum mánuðum síðar var móðurfélagið, Atlantis, farið í gjaldþrotameðferð.

Fréttablaðið segir frá málinu í dag. Blaðið náði ekki í Óla Val og norski blaðamaðurinn hefur engin svör fengið. Sagt er að þrír séu starfandi í höfuðstöðvum félagsins og ekkert er vitað um hvernig félagið, sem byggir afkomu sína á að selja túnfisk til Japans, sé statt.

Lesa má greinina hér .