Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll um 4,18% í Kauphöllinni í dag. Það hækkaði um rétt rúm 3% í afar litlum viðskiptum í gær. Líkt og í gær voru afar lítil viðskipti með bréfin sem höfðu áhrif á gengið. Í gær námu þau 67 þúsund krónum en tæpum 309 þúsund krónum í dag.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa HB Granda um 0,99% og Haga jafn mikið, VÍS um 0,95%, TM um 0,81%, Regins um 0,63% og Icelandair Group um 0,55%. Þá lækkaði gengi bréfa Marel um 0,49% og Eimskips um 0,44% í dag.

Á hinn bóginn hækkaði gengi hlutabréfa N1 um 2,48% í viðskiptum dagsins, Vodafone um 0,31% og Sjóvár um 0,08%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,51% og endaði hún í 1.158 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam 719 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf N1 eða fyrir 236 milljónir króna. Minnst var hún meða hlutabréf Össurar og HB Granda en velta með síðasttöldu hlutabréfin nam einungis 856 þúsund krónum.