Því fer fjarri að fjárfestingaráform stjórnenda bendi til mikillar bjartsýni. Flestir gera ráð fyrir að fjárfesta svipað og á síðasta ári en fleiri segjast gera ráð fyrir að fjárfesta minna en meira. Þetta kemur fram í niðurstöðum stjórnendakönnunar MMR.

Þegar litið er til eðlis fjárfestinga endurspeglast varfærni stjórnenda enn betur. Flestir gera ráð fyrir að fjárfestingar munu að mestu felast í endurnýjun eða hagræðingu en aðeins 16,3% ætla að fjárfesta í framleiðsluaukningu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur niðurstöðurnar í heild athyglisverðar og að mörgu leyti lýsandi fyrir andrúmsloftið í samfélaginu. „Það er mikil óvissa og við erum föst í sama farinu. Við komumst einhvern veginn ekki út úr vandanum. Það þarf einhverja forystu í samfélagið sem manni finnst stórlega vanta.“ Hann segir þetta sérstaklega skýrt þegar komi að fjárfestingu. „Þar höfum við bent á að ríkisstjórnin þyrfti að hafa mun meira afgerandi forystu við að koma fjárfestingum í atvinnulífinu af stað og sýna þeim stuðning.“

Stjórnendakönnun 2012
Stjórnendakönnun 2012

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.