Vöruskipti voru jákvæða um 77,3 milljarða króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Þetta er tæplega 20 milljarða lækkun á milli ára en hann nam 97,1 milljarði árið 2011.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að verðmæti vöruútflutnings nam 633 milljörðum króna en verðmæti innflutnings 555,7 milljörðum króna.Vöruútflutningur jókst um 2,1% á milli ára á gengi hvors árs og vöruinnflutningur um 6,3%. Hlutur iðnaðarvöru var 52,3% alls vöruútflutnings og hlutur sjávarafurða nam 42,4%.

Mest var flutt inn af hrá- og rekstrarvörur með 29,2% hlutdeild og fjárfestingarvörur með 21,0% hlutdeild. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi og var EES þýðingarmesta markaðssvæðið, jafnt í vöruútflutningi sem vöruinnflutningi.