Alcoa, stærsti álframleiðandi heims, birti fyrir helgi níu mánaða uppgjör sitt og hóf um leið uppgjörstímabilið á bandaríska markaðnum. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi var 283 milljón dollara en til samanburðar var hann 280 milljón dollara á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn jókst um 1,1% milli tímabila og var hagnaður á hlut 0,32 dollarar. Afkoman er í takt við væntingar markaðsaðila en þrátt fyrir það hafa verið erfiðleikar í starfsemi Alcoa að undanförnu.

Verkfall starfsmanna í einni af verksmiðjum félagsins í Kanada hefur haft slæm áhrif á reksturinn en framleiðslugeta verksmiðjunnar er 8% af heildarframleiðslugetu Alcoa. Verkfallið hefur þegar kostað samsteypuna 41 milljón dollar nú þegar mikil eftirspurn er eftir áli og álverð fer hækkandi.

Verð á hlutabréfum Alcoa lækkaði í kjölfar fréttanna í gær og hafa bréf félagsins haldið áfram að lækka það sem af er degi (kl.16:00) og hafa lækkað um 1,1%.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.