Fjárfestingabankinn Goldman Sachs tilkynnti í dag um 11% minni hagnað á öðrum ársfjórðungi miðað við í fyrra.

Hagnaður bankans nam 2,1 milljarði Bandaríkjadala á fjórðungnum, en var 2,3 milljarðar á sama tímabili 2007. Þrátt fyrir að samdráttur hafi orðið í viðskiptum hefur Goldman tekist að forðast stórfellt tap líkt og keppinautar bankans hafa orðið fyrir vegna lánsfjárskrísunnar.

Hagnaður Goldman Sachs nú voru meiri en greiningaraðilar höfðu búist við, og hafa hlutabréf hans hækkað í kjölfar tilkynningarinnar.