Afkoma Icelandic Group á öðrum fjórðungi var undir væntingum stjórnenda. Félagið tapaði hundrað þúsund evrum (9,3 milljónir króna) á fjórðungum samanborið við hundrað þúsund evru hagnað á sama tíma fyrir ári. Vörusalan var 344 milljónir evra (32 milljarðar króna) á öðrum ársfjórðungi eða samdráttur um 2% milli ára.

Heildar eignir minnkuðu frá áramótum í 892,7 milljónir evra úr 906,8. Eigin fjárhlutfallið fer lækkandi, nemur nú 19,8% en var 19,8%. Arðsemi eigin fjár var 2,5% á tímabilinu en var neikvæð um 5,7% við áramót.

?Helstu ástæður fyrir lakari rekstrarniðurstöðu en gert var ráð fyrir,? segir Björgólfur Jóhannesson í frétt frá félaginu, ?má rekja til tafa á flutningi á framleiðslueiningum milli fyrirtækja í Evrópu. Hagræðing sem átti að skila sér á öðrum ársfjórðungi mun því ekki skila sér fyrr en á síðari árshelmingi.?