Gengi Krispy Kreme Doughnuts kleinuhringjakeðjunnar féll um 14% í viðskiptum á markaði í gær. Ástæðan er sú að samkvæmt afkomuspá er búist við því að tekjur lækki úr 79 sentum á hlut í allt að 69 sent á hlut. Tekjur á fyrsta ársfjórðungi voru 121,6 milljónir dala en búist var við því að tekjurnar færu upp í 125,8 milljónir.

Slæmt vetrarveður hafði bæði áhrif á smásölu og heildsöluverslun hjá Krispy Kremes, segir James Morgan stjórnarformaður fyrirtækisins í yfirlýsingu sem er birt á Business Week.