*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 19. apríl 2021 18:46

Afkomuspá VÍS hækkuð um 46%

Hagnaður VÍS á fyrsta ársfjórðungi nam rúmlega 1,9 milljörðum króna fyrir skatta, samkvæmt drögum að uppgjöri.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS
Eyþór Árnason

Hagnaður Vátryggingafélags Íslands, VÍS, fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam rúmlega 1,9 milljörðum króna, samkvæmt drögum að uppgjöri. Á sama tímabili á síðasta ári var 2,2 milljarða króna tap fyrir skatta hjá félaginu félaginu en 1,1 milljarða króna hagnaður á fyrsta ársfjórðungi 2019.

VÍS áætlar nú að hagnaður félagsins fyrir skatta í ár verði um 3,8 milljarðar króna, að því er kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Í afkomuspá sem félagið gaf út í lok janúar síðastliðnum var því spáð að hagnaðurinn yrði um 2,6 milljarðar króna. 

Afkomuspá félagsins hækkaði því um 1,2 milljarða króna, eða um 46%, á innan við þremur mánuðum. Félagið mun birta uppfærða spá vegna ársins 2021 samhliða birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs þann 29. apríl næstkomandi.