Yfirtökutilboði Fjárfestingarfélagsins Atorku til hluthafa Afls fjárfestingarfélags lauk á föstudaginn. Að loknu tilboði á Atorka 97% af virku hlutafé Afls og var félagið afskráð á föstudaginn þar sem það uppfyllti ekki lengur skilyrði um dreifingu hlutafjár. Hluthafar Afls munu fá greitt fyrir bréf sín í Afli með hlutabréfum Atorku og gert er ráð fyrir að hlutbréfaskiptunum verði lokið miðvikudaginn 13. október.