Umræðan um seðla með hátt nafnverð hefur verið hávær þessa dagana. Til að mynda hefur fyrrverandi bankastjóri Standard Chartered lagt til afnám allra slíkra seðla, og nú hefur einnig komið í ljós að seðlabanki Evrópu íhugar að leggja niður 500 evru seðilinn.

Rökin fyrir þessari breytingu eru að reiðufé sé aðeins nytsamlegt þegar maður er að kaupa eitthvað tiltölulega ódýrt. Seðlar með há nafnverð nýtast því í raun engum nema glæpamönnum og skattsvikurum, og því ættu þjóðir að losa sig við þá.

Í bloggfærslu sem Summers skrifaði í Washington Post segir hann vera skynsamlegt að hætta prentun á seðlinum. Það væri þó ef til vill hægara sagt en gert að gera alveg út af við umferð seðlanna - af þeirri 1,3 billjón dollara sem eru í umferð í bandaríska hagkerfinu eru þúsund milljarðar þeirra í 100 dala seðlum.

Hagfræðingurinn Lawrence H. Summers hefur litríkan feril að baki, en hann hefur starfað sem aðalhagfræðingur Heimsbankans, en einnig hefyr hann verið fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Til gamans má geta að árið 1969 gaf seðlabanki Bandaríkjanna út 500$, 1.000$, 5.000$ og 10.000$ seðla. Prentun þessara seðla hefur síðan verið hætt, en þeir eru ennþá löglegir til viðskipta. Að nafnverði eru þessir seðla um 300 milljónir dala allt í allt, en vegna þess hve sjaldgæfir þeir eru hefur virði þeirra hækkað langt fram yfir prentað nafnvirði þeirra.