Ætlunin er að byggja 5500 fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði austan við Selfoss, meðfram þjóðvegi númer 1. Að því er kemur fram í frétt Sunnlenska fréttablaðsins er um að ræða lóðina Austurveg 69 sem er vestan við verslun Europris.

Í Sunnlenska fréttablaðinu er haft eftir Jóni Árna Vignissyni, einum eiganda Árfoss, sem á lóðina, að málið sé í skipulags og teikningarferli og því óráðið hvenær ráðist verður í framkvæmdina.