Mögulegt verður að flytja inn ósoðið kjöt og vöruúrval og samkeppni munu aukast, verði frumvarp sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á opnum fundi í Valhöll í morgun, að því er segir í fréttum Ríkisútvarpsins .

Ráðherra sagði jafnframt að ekki kæmi til greina að fella niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur nema að Íslendingar geti flutt sínar vörur út tollfrjálst í staðinn. Hann sagði að stefnan í landbúnaði væri mörkuð af búvörusamningum og ekki stæði til að hrófla við þeim, að því er segir í frétt RÚV.