Fasteignafélagið G1 áformar að byggja hótel við Grensásveg 1. Áformað er að rífa núverandi hús, á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, og byggja fimm hæða hús í staðinn.

Frumdrög gera ráð 200-350 herbergja hóteli, en hugmyndirnar eru á frumstigi. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins yrði verkefnið þróað frekar með þeirri hótelkeðju sem myndi koma að verkefninu.

Guðmundur Ásgeirsson er framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins G1, en Jón Þór Hjaltason er stjórnarformaður félagsins.