Áfram er mælt með yfirvigt á peningamarkað líkt verið hefur síðustu ársfjórðunga og er hún aukin lítillega frá síðustu ráðgjöf, segir greiningardeild Glitnis.

?Er peningamarkaður sá eignaflokkur sem er mest yfirvigtaður í eignasafninu. Einnig er áframhaldandi yfirvigt á hlutabréfamarkað en lítillega dregið úr henni. Lítil breyting er varðandi verðtryggð skuldabréf en það er áfram undirvigt á bæði löng og stutt og er undirvigtin talsverð,? segir greiningardeildin.

Hún segir að yfirvigt hafi hins vegar verið aukin lítillega á óverðtryggð skuldabréf.

?Ef spár okkar ganga eftir mun nafnávöxtun vogaða safnsins verða 2,56% á fjórðungnum en ávöxtun viðmiðunarsafns 2,40%. Vogað safn mun samkvæmt því skila 0,16% nafnávöxtun umfram viðmiðunarsafn eða um 0,82% á ársgrundvelli.

Binditími skuldabréfa í voguðu safni er töluvert styttri en binditími viðmiðunarsafns sem kemur til vegna undirvigtar á löng verðtryggð skuldabréf og mikillar yfirvigtar á peningamarkað,? segir greiningardeildin.

Hún segir að áhætta vogaða safnsins sé mæld með staðalfráviki er meiri en viðmiðs og kemur það til vegna yfirvigtar á hlutabréfamarkað.

?Hins vegar eru minni líkur á því að ávöxtun vogaða safnsins skili minni ávöxtun en áhættulaus fjárfesting (peningamarkaður) mælt með svokölluðum skammfallslíkum (e. shortfall probabilities),? segir greiningardeildin.