Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls sagði í viðtali við BBC að neyðarlögin verði ekki afnumin fyrr en stíðið gegn ISIS sé unnið. Lögin voru samþykkt í Frakklandi  eftir hryðjuverkaárásir þar í landi þann 13. nóvember sl. en þá létust 130 manns.

Lögin gáfu yfirvöldum auknar heimildir til að ráðast til atlögu gagnvart grunuðum hryðjuverkamönnum. Forsætisráðherran sagði að á meðan ógnin væri til staðar þá væru lögin nauðsynlegur hluti af baráttunni gegn ISIS, og að þau yrðu í gildi þar til að búið væri að losa heiminn við samtökin. Hann sagði einnig að á síðsta mánuði hefðu yfirvöld komið í veg fyrir sex hryðjuverkaárásir.