Hlutabréf á Asíumörkuðum halda áfram að hækka, en það sama á ekki við um Ástralíu þar sem að þau lækkuðu, eftir að Seðlabankinn í Ástralíu breytti ekki stýrivöxtum.

MSCI vísitalan hækkaði til að mynda um 0,6.

Hlutabréf í Ástralíu lækkuðu um 0,4% í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að halda stírivöxtum stöðugum í 1,5%. Ástralski dollarinn hækkaði þó um 0,6% og mælist nú 0,7262 miðað við Bandaríkjadollarann.

Hin japanska Nikkei vísitala hækkaði um 0,3%. Hækkaði japanska jenið einnig um 0,2% og mælist nú 103,58 jen gagnvart bandaríska dollaranum.

  • Asia Dow vísitalan hefur hækkað um 0,50%.
  • Hang Seng vísitalan hækkaði um 0,58%.
  • Shanghai vísitalan hækkaði um 0,61%.
  • Sensex vísitalan hækkaði um 1,08%

Hægt er að fylgjast með þróun mála á síðu Marketwatch . .