Einn af tveimur árlegum fundum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum stendur yfir og er hann haldinn í Japan. Stærstu tíðindin af fundinum vikunni eru sú að fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Kína mættu ekki heldur sendu varamenn á völlinn. Rekja má ákvörðun þessa til deilna Kína við Japan og Taívan vegna kröfu Kínverja um lögsögu yfir eyjaklasa í Suður-Kínahafi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurskoðaði hagspá sína og lækkaði spá sína um hagvöxt í heiminum úr 3,5% í 3,3% og

  • Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varaði Evrópuþjóðir, þó aðallega Spán og Grikkland, við of djúpum og snörpum niðurskurði. Ný rannsókn á vegum AGS um niðurskurð í opinberum fjármalum sýnir að dýpri niðurskurður hefði mun verri áhrif á hagöxt en áður var talið.
  • Ewald Nowotny, stjórnarmaður í Evrópska Seðlabankanum, sagði að bankinn teldi að verðbólga yrði minni en 2% á næsta ári. Þrátt fyrir að Seðlabankinn ákveði ekki stýrivexti fram í tímann sagði Ewald að hans skoðun væri sú að ekki væri ástæða til að hækka stýrivexti.
  • Forseti Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, er sannfærður um að Kína geri sér grein fyrir þeim vandamálum sem steðja að þeim vegna minni hagvaxtar en búist var við eftir viðræður hans við kínversk stjórnvöld.
  • Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, telur að það sé ekki nein Evrópuþjóð sem vilji að evrusamstarfinu yrði hætt. Hann vonar að heimurinn sjái að Evrópa geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og að evruríkin muni standa við skuldbindingarnar sínar. Hann sagði einnig að meiri tíma þyrfti til að fínpússa tillögu að evrópsku-bankaeftirliti áður en að Evrópski Seðlabankinn verður gerður að eftirlitsaðila bankanna.
  • Fjármálaráðherra Japans, Koriki Jojima, sagði að ríkisstjórn Japans myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja fjármálastöðugleika í landinu sem og örva hagkerfið. Sterk staða jensins og enn frekari styrking þess veldur ráðherranum áhyggjum þar sem hagkerfið er enn að ná sér eftir jarðskálfta ársins 2011. Christine Lagarde telur jenið vera metið of hátt.