Með jákvæðari vaxtarspám segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn „bjartsýnina snúa aftur“. Sjóðurinn endurskoðað hagvaxtarspá á heimsvísu fyrir árið 2012 og er nú spáð 3,5% vexti í stað fyrri 3,3% í fyrri spá. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Þá er auknum vexti spáð í Bretlandi eða 0,8% í stað 0,6%. Sá varnagli er þó sleginn í spáð sjóðsins að möguleiki sé á annarri kreppu á evrusvæðinu. Þá var tekið fram að flest stærri hagkerfi evrusvæðisins væru enn á hættusvæði og margt sem hindraði vöxt. Spánn var eina evrulandið sem fékk verri hagvaxtarspá nú við endurskoðun en aður.