Fyrri hluti ársins var góður fyrir rekstur House of Fraser.

Breska vöruhúsið, sem er að hluta til í eigu Baugs, jók sölu sína á tímabilinu um 2,9%. Mest er það að þakka sölu á nýjum vörum og líka sölu á gölluðum vörum (e. refurbishment).

Hagnaður fyrir afskriftir hækkað um 30% fyrri hluta árs. Það er fréttaveitan Bloomberg sem greindi frá þessu í gær.

House of Fraser á 61 vöruhús í Englandi og Írlandi. Þar eru aðallega til sölu vönduð vörumerki á borð við Anya Hindmarch og Kenneth Cole sem fyrirtækið vonar að auki söluna, nú þegar breskir neytendur eru farnir að halda fastar um budduna. House of Fraser hyggst opna tvær nýjar verslanir í haust.

Í yfirlýsingu frá stjórnarformanni félagsins segir að sala hafi farið 15% fram úr áætlun hjá þeim verslunum sem opnaðar voru í ár.

Baugur eignaðist House of Fraser, ásamt fleiri fjárfestum, í nóvember árið 2006 og greidd þá um 77 milljarða króna fyrir fyrirtækið.