Bill Gross stofnanandi sjóðstýringarfyrirtækisins Pimco segir áhættustig ekki verið hærra á mörkuðum í Bandaríkjunum síðan fyrir fjármálahrunið árið 2008. Segir hann ástæðuna vera þá að fjárfestar séu að borga hátt verð fyrir fjárfestingar sínar.

Segir Gross að í stað þess að fjárfestar séu að kaupa lágt og selja hátt séu þeir að kaupa hátt og krossleggi svo fingur í von um að fjárfestingin gangi upp.

Hinn 73 ára gamli Gross sem stýrir nú Janus Henderson Global Unconstrained skuldabréfasjóðnum segir einnig að stefna seðlabanka heimsins um að halda stýrivöxtum lágum eða jafnvel neikvæðum keyri upp eignaverð án þess að skapa raunverulegan vöxt í hagkerfinu. Segir hann þess stefnu koma niður á sparifjáreigendum, bönkum og tryggingafyrirtækjum.