Hver landsmaður sá að meðaltali eina leiksýningu á síðasta ári en samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga, var 416 þúsund á síðasta leikári samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Áhorfendum á síðasta leikári fjölgaði um 61 þúsund frá því á leikárinu á undan, eða um 17 af hundraði. Á síðasta leikári voru færðar á fjalirnar 236 uppfærslur á vegum leikhúsa, leikhópa og leikfélaga, sem sýndar voru 2.352 sinnum. Þetta jafngildir því að á hverjum degi geti leiklistarunnendur valið milli sex mismunandi leiksýninga, allt árið um kring.