Lítið hefur gerst í olíu- og gasleit á grunnsævi við strendur Íslands þrátt fyrir áratuga vitneskju heimamanna um gasuppstreymi í innanverðum Öxarfirði. Þá hafa mjög athyglisverðar niðurstöður breskrar efnarannsóknarstofu úr rannsókn á gassýnum úr Öxarfirði árið 1988 heldur ekki dugað til að vekja áhuga, þótt þar kunni mögulega að leynast mikil verðmæti. Sinnuleysi stjórnmálamanna hefur verið kennt um að lítið sem ekkert hafi verið gert í málinu í heil 20 ár.

Vangaveltur um að olíu kunni að vera að finna á hafsvæðinu umhverfis og norður af Íslandi hafa skotið upp kollinum af og til síðustu áratugi. Sterkar vísbendingar eru um að olía kunni að finnast í hafsbotni við Jan Mayen og einnig mun nær Íslandi, eða í jarðlögum á svokölluðu Tjörnesbelti úti fyrir Norðurlandi. Í bréfi sem merkt er British Geological Survey og sent var Magnúsi Ólafssyni hjá Orkustofnun 10. mars 1988, er greint frá niðurstöðum rannsókna og greiningar á tveimur gassýnum úr Öxarfirði.

Lesið úttekt Viðskiptablaðsins um olíuleit við Ísland.