Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, hélt í gær fyrirlestur um aðgerðir Íslands fyrir bandaríska hagfræðinga í The National Economists Club í Washington.

Haft er eftir Lilju í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu að þau finna víða fyrir miklum áhuga á einstökum aðferðum og aðferðafræði sem verið hefur að leiðarljósi í vinnu ríkisstjórnarinnar undanfarin ár; að tryggja skilyrðislausa greiðslugetu ríkissjóðs ásamt því að grípa til aðgerða svo greiðslujöfnuður þjóðarbúsins sé sjálfbær.

Einnig er haft eftir Lilju í tilkynningunni að: „Staða Íslands vekur talsverða athygli, enda var hún grafalvarleg fyrir aðeins fáeinum árum. Það er mín skoðun að réttar stefnumótandi ákvarðanir hafi verið teknar á öllum stigum málsins, samhliða því sem hagkerfið hefur einnig notið góðs af hagfelldum ytri aðstæðum."