Hlutabréf halda áfram að lækka í Evrópu og eru áhyggjur af fjármálamörkuðum sögð helsta ástæðan líkt og undanfarna daga.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 1,15 og hefur ekki verið jafn lág frá því í júní 2006.

Það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkun dagsins. Þannig lækkaði UBS bankinn um heil 4% og Credit Suisse lækkaði um 3,2%.

Þá lækkuðu námufyrirtæki nokkuð vegna lækkandi verðs á kopar. Rio Trinto, Anglo American og Billiton lækkuðu á bilinu 4-6%.

„Fólk hefur áhyggjur af því að fjármálageirinn sé ekki að jafna sig og allar slæmir fréttir utan hans hafa einnig áhrif,“ hefur Reuters fréttastofan eftir viðmælenda sínum.

Í london lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,24%, í Danmörku lækkaði OMXC vísitalan um 2,09% og í Osló lækkaði OBC vísitalan um 2,51%.