*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 6. apríl 2021 15:14

Air France-KLM í meirihlutaeigu Frakka

ESB hefur samþykkt 4 milljarða björgunarpakka franska ríkisins til handa flugsamsteypunnar. Franska ríkið mun eiga 30% í félaginu.

Ritstjórn
EPA

Frönsk yfirvöld munu ríflega tvöfalda eignarhlut sinn í flugsamsteypunni Air France-KLM upp í nærri 30% í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti 4 milljarða evra björgunarpakka Frakka til flugfélagsins. Reuters greinir frá.

Air France-KLM hefur, líkt og önnur flugfélög sem einblína á farþegaflug, átt í vök að verjast í það rúmlega eina ár sem kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á heimsbyggðina. 

Fjármálaráðherrann Bruno Le Maire segir að með þessu sýni frönsk stjórnvöld hollustu í garð flugfélagsins og starfsmanna þess.