Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus staðfesti í dag sögusagnir um að fyrirtækið hyggist opna framleiðsluverksmiðju í Bandaríkjunum.

Airbus hyggst opna nýja verksmiðju, í Mobile í Alabama en þar verksmiðjan mun framleiða A320 línuna frá Airbus, sem er mest selda vél félagsins frá upphafi en á sömu framleiðslulínu eru framleiddar A318, A319 og A321 vélar. Byrjað verður að reisa verksmiðjuna næsta sumar og áætlað er að hefja þar framleiðslu árið 2015 og afhenta fyrstu vélina árið 2016. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti framleitt á bilinu 40-50 vélar á ári.

Til gamans má geta þess að í dag eru framleiddar um 35 A320 vélar á mánuði, þannig að á þeim mælikvarða verður verksmiðjan í Bandaríkjunum ekki mjög stór.

Fabrice Brégier, forstjóri Airbus, sagði á blaðamannafundi í Mobile í morgun að það væri orðið tímabært að reisa verksmiðju í Bandaríkjunum enda væru bandarísk flugvélög stærsti kaupandi á minni gerð breiðþotna (e. single-aisle) og samkvæmt heimsmarkaðsspá Airbus, sem kynnt var sl. haust, er talið að bandarísk flugvélög þurfi um 4.600 nýjar flugvélar af þeirri stærð næstu 20 árin.

Hingað til hafa vélar Airbus verið framleiddar í Touluse í Frakklandi (þar sem höfuðstöðvar Airbus eru einnig staðsettar), í Hamburg í Þýskalandi og í Tianjin í Kína.

Um 1.000 manns verða ráðnir í nýju verksmiðjuna í Bandaríkjunum.