Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að upplýsingarnar sem birtust í Kveik, Stundinni og WikiLeaks í gær hafi verið fyrri hluti umfjöllunar um málið. Þetta segir Kristinn í samtali við fréttastofu Rúv og að síðari hlutinn verði birtur eftir tvær til þrjár vikur í Al jazeera.

Kristinn segist hafa tekið ákvörðun um að ekki væri hægt að bíða með umfjöllunina en ekki sé óalgengt að rannsóknardeild Al Jazeera í Bretlandi taki sér ár í sína rannsóknarvinnu.

Tekið var fram í Kveik í gærkvöld að rannsóknarvinna á Samherjaskjölunum hafi verið í samstarfi við Al Jazeera Investigates. Gagnalekinn til Wikileaks inniheldur þúsundir skjala og tölvupóstsamskipti starfsmanna Samherja.