*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 25. maí 2016 12:53

Ál mikilvægara en nokkru sinni fyrr

Íslensk álver keyptu vörur og þjónustu fyrir um 30 milljarða króna

Hleð spilara...

Íslensk álver keyptu vörur og þjónustu fyrir um 30 milljarða króna í fyrra af hundruðum íslenskra fyrirtækja. Þetta kom fram í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls á ársfundi þessara Samtaka álframleiðenda miðvikudaginn 18. maí síðastliðinn.

Framleiddu álverin rúm 858 þúsund tonn af áli og álafurðum og námu útflutningsverðmætin um 237 milljörðum en innlend útgjöld álvera á Íslandi námu um 92 milljörðum króna.

Yfirskrift erindis Magnúsar Þórs var „Ál er mikilvægara en nokkru sinni fyrr“ en það er hægt að horfa á hér að ofan.

Stikkorð: Samál ársfundur álver