Í dag var síðasta rafgreiningarkerið gangsett hjá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði á fundi með starfsmönnum í dag að ætlunin sé að fjölga starfsmönnum fyrirtækisins. Þetta sagði hann gert til að mæta auknum verkefnum, auk þess sem markmiðið er að skapa aukið svigrúm fyrir þjálfun, fræðslu og starfsþróun sem Alcoa leggur mikla áherslu á.

Starfsmenn Fjarðaáls eru nú 410. Þar af eru um 50% starfsmanna frá Austurlandi og um 20% til viðbótar eru brottfluttir Austfirðingar sem hafa nýtt tækifærið og snúið aftur til starfa í heimabyggð. Um þriðjungur starfsmanna eru konur, sem er hæsta hlutfall sem þekkist í álverum Alcoa í heiminum.

Hjá fyrirtækinu Alcoa starfa 97.000 manns í 34 löndum í dag.