Department of Justice (DOP) í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn á því hvort Alcoa hafi brotið lög í samskiptum sínum við Aluminum Bahrain. Alcoa eða aðilar tengdir fyrirtækinu eru grunaðir um spillingu og mútur.

Aluminum Bahrain stefndi Alcoa í síðasta mánuði og krefst meira en milljarðs dollara í bætur, en þeir segja Alcoa hafa undanfarin 15 ár tekið þátt í samráði um yfirverðlagningu. Einnig eru þeir sakaðir um að hafa mútað yfirvöldum í Bahrain, en 77% Aluminum Bahrain er í eigu ríkisins.

Reuters fréttastofan hefur eftir forsvarsmönnum Alcoa að þeir hyggist vera samstarfsfúsir við rannsókn málsins og sjái þetta sem tækifæri til að leysa sem fyrst úr báðum málunum, þ.e. annars vegar rannsókn DOP og hins vegar kæru Aluminum Bahrain.