Bandaríski álrisinn Alcoa kynnti í gær uppgjör síðasta ársfjórðungs. Fyrirtækið hagnaðist um 242 milljónir bandaríkjadala á tímabilinu samanborið við 191 milljóna bandaríkjadala tap á sama tíma árið 2011. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC í dag. Sé hagnaður Alcoa af sölu orkuvers í Tennessee og annar einskiptishagnaður undanskilinn námu hreinn hagnaður fyrirtækisins 64 milljónum dollara. Það jafngildir um 8 milljörðum íslenskra króna.

Alcoa spáir 7% vexti í heimseftirspurn eftir áli. Það er aukning miðað við árið 2012 þegar eftirspurnaraukning nam 6%. Fyrirtækið spáir enn tvöföldun álseftirspurnar á milli áranna 2010 og 2020.

Hlutabréfaverð Alcoa hækkaði um 1,3% eftir að uppkjörið var kynnt.