Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sagði í gær að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra, að minnsta kosti síðan einokun á ljósvakanum var hrundið.

Páll segir að ekki sé lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, en þau orð lét hann falla í framhaldi af greiningu Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði.

Páll sagði að sér kæmi hið varfærnislega mat Hagstofunnar á óvart, hann hefði haldið að um lægri upphæð væri að ræða og sú tölfræði setti umræðu um fjölmiðlaumhverfið í nýtt samhengi. Hann vék sérstaklega að því að varla væri forsvaranlegt að ríki og sveitarfélög beindu viðskiptum sínum í miklum mæli til miðla, sem hvorki greiddu skatta né skyldur á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .