Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra í hópi blaða- og fréttamanna. Af fullgildum félagsmönnum í félögum blaða- og fréttamanna við lok síðasta árs var hlutfall kvenna tæpt 43 af hundraði. Af samanlögðum félagmönnum beggja félaga voru konur 250 á móti 337 körlum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Í árslok síðasta árs voru fullgildir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna samtals 587 talsins. Þar af voru félagsmenn Blaðamannafélagsins 533, en félagar Félags fréttamanna, sem fréttamenn Ríkisútvarpsins einir eiga aðild að, 54 að tölu.