Halli á viðskiptum við útlönd nam 53,1 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi 2005 samanborið við 35,2 milljarða á sama fjórðungi árið 2004, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Viðskiptahalli árið 2005 er því samtals 164,1 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri, en árið 2004 var halli á viðskiptum við útlönd 85,3 milljarðar króna.

Skýra má mikinn halla á viðskiptum við útlönd árið 2005 með verulegum vexti í innflutningi á vöru og þjónustu sem jókst um rúm 38% milli ára en á sama tíma jókst útflutningur á vörum og þjónustu aðeins um 9,2%.

Hins vegar er athyglisvert að hallinn á jöfnuði þátttekna dróst saman milli ára sem má rekja til aukinna vaxtatekna að utan og ávöxtunar erlends hlutafjár, segir greiningardeildin.